190 þúsund Íslendingar bólusettir fyrir lok júní

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Gera má ráð fyrir að hægt verði að bólusetja tæplega 190 þúsund Íslendinga hér á landi fyrir lok júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þessar tölur miða við þau þrjú bóluefni sem hafa fengið skilyrt markaðsleyfi; AstraZeneca, Pfizer og Moderna. Fjórða bóluefnið frá Janssen fær að öllum líkindum markaðsleyfi í næsta mánuði og tvö önnur bóluefni eru í áfangamati hjá Lyfjastofnun Evrópu.

„Mestu munar annars vegar um nýjan samning Evrópusambandsins við Pfizer sem tryggir Íslandi bóluefni fyrir 25.000 til 30.000 manns strax á öðrum ársfjórðungi, til viðbótar fyrri samningum,“ segir ráðuneytið. 

Gert sé ráð fyrir að Ísland undirriti samning um aukið magn bóluefna frá Pfizer á grundvelli nýs samnings Evrópusambandsins fyrir lok þessarar viku, segir ráðuneytið og þá mun aukin framleiðsla hjá AstraZeneca einnig hafa áhrif. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV