Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Rafmagnslaust á Vopnafirði í nótt - Nota varaafl

14.02.2021 - 12:55
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhannes Jónsson - RUV.IS
Bilun í Vopnafjarðarlínu sló út rafmagni í öllum Vopnafirði um hálffjögurleytið í nótt. Klukkutíma síðar voru allir íbúar komnir með rafmagn framleitt með varaafli sem enn er notast við. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik má búast við að varaafl verði keyrt fram eftir degi, þar til Landsnet hefur fundið orsök bilunarinnar og gert við línuna.
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV