Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Lokað á BBC í Kína

12.02.2021 - 03:11
epa08358826 Chinese flag is seen in front of Our Lady of Lourdes Chapel church during Easter Holy Mess in Guangzhou, Guangdong province, China, 12 April 2020. Due to the ongoing pandemic of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease the celebration of the Paschal Triduum is limited. Guangzhou government banned all gatherings, so local catholic?s gathered in front of the church to celebrate. Easter Sunday is one of the most important holidays on the Christian calendar, as it marks the resurrection of Jesus Christ.  EPA-EFE/ALEX PLAVEVSKI
Kínverski fáninn. Mynd: EPA-EFE - EPA
Kínversk stjórnvöld bönnuðu breska ríkisútvarpinu í gær að senda fréttastöðina BBC World News út í landinu. Í tilkynningu kvikmynda-, sjónvarps- og útvarpsstofnunar Kína segir að fréttastöði hafi gerst sek um brot á útsendingareglum, þar á meðal um að segja verði satt og rétt frá í fréttum og brjóti ekki gegn þjóðarhagsmunum Kína. Ríkið hefur oft kvartað undan fréttaflutningi BBC um Úígúra.

BBC segist harma ákvörðunina. Fréttastöðin er lítt aðgengileg í Kína, þá aðallega á alþjóðlegum hótelkeðjum og inni í sendiráðum og ræðisskrifstofum. Stutt er síðan breska fjarskiptastofnunin Ofcom rifti útsendingaleyfi kínverska ríkissjónvarpsins CGTN í Bretlandi. Ákvörðunin var tekin eftir að í ljós kom að útsendingaleyfið var í röngum höndum.

Breski utanríkisráðherrann Dominic Raab segir ákvörðun kínverskra stjórnvalda óásættanlega aðför að fjölmiðlafrelsi. Þegar sé einhverjar mestu hömlur á fjölmiðlum og netinu í heiminum að finna í Kína, og þetta komi aðeins til með að skaða ímynd ríkisins á heimsvísu enn frekar. 

Bandaríska utanríkisráðuneytið fordæmir ákvörðunina, og sagði hana þátt í herferð stjórnvalda gegn frjálsum fjölmiðlum.

Samskipti Kína og Bretlands hafa stirðnað síðustu mánuði. Ákvörðun Breta um að veita stórum hluta íbúa Hong Kong möguleika á að verða sér úti um breska vegabréfsáritun og dvalarleyfi vegna nýrra öryggislaga í héraðinu fór verulega illa í kínversku stjórnina. Alls eiga yfir fimm milljónir íbúa Hong Kong möguleika á að flytja til Bretlands, og verða breskir ríkisborgarar eftir nokkurra ára dvöl í landinu.

Stjórnvöld ósátt við umfjöllun um Úígúra

Undanfarin tvö ár hafa kínversk stjórnvöld kerfisbundið lokað á og bannað erlenda fjölmiðla. Þar á meðal með brottvísun blaðamanna þriggja bandarískra fjölmiðla á síðasta ári. Þá segir BBC að vefsíða þess og app séu þegar bönnuð í landinu.

BBC birti fyrr í mánuðinum grein þar sem kona úr röðum Úígúra greindi frá kerfisbundnum nauðgunum, kynferðisbrotum og pyntingum í svokölluðum endurmenntunarmúðum Kínverja í Xinjiang. Kínverska utanríkisráðuneytið sakaði BBC þá um falskan fréttaflutning, enda þvertaka Kínverjar fyrir að brotið sé á réttindum Úígúra. Liu Xiaoming, sendiherra Kína í Bretlandi, sagði í viðtali við BBC í fyrra að fregnir af fangabúðum í norðvestanverðu landinu væru rangar og Úígúrar lúti sömu lögum og aðrir kínverskir þjóðfélagshópar.
Úígúrar eru minnihlutahópur múslima í Xinjiang héraði í norðvestanverðu Kína.