Ekið var á gangandi vegfaranda á Glerárgötu, við Grænugötu, á Akureyri um klukkan eitt í dag. Vegfarandinn var fluttur á Sjúkrahús Akureyrar en ekki er ljóst hvort að hann hafi slasast alvarlega.
Lögregla vinnur að rannsókn málsins og þegar þessi frétt birtist er Glerárgata lokuð í báðar áttir milli Þórunnarstrætis og Gránufélagsgötu. Lögreglan biður vegfarendur því um að sýna þolinmæði og vera tillitssama.