Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Þórunn hyggst láta af formennsku í BHM

11.02.2021 - 21:52
Innlent · BHM
Mynd með færslu
 Mynd: BHM
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna, BHM, hefur tilkynnt formannaráði bandalagsins að hún hyggist ekki bjóða sig fram að nýju á aðalfundi BHM sem haldinn verður 27. maí. Þórunn hefur verið formaður undanfarin 6 ár en samkvæmt lögum BHM má formaður mest sitja í 8 ár.

Þetta kemur fram á vefsíðu BHM.

Þar segir að í ljósi ákvörðunar Þórunnar hafi frestur til að tilkynna áhuga á formannsframboði verið framlengdur.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir