Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hiti yfir frostmarki og skúrir eða él

11.02.2021 - 06:53
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Veðurstofan spáir suðaustan kalda eða stinningskalda í dag. Hiti verður frá frostmarki að fimm stigum, lítilsháttar skúrir eða él. Þurrviðri er á Norður- og Austurlandi og hægari vindur og hiti yfir frostmarki.

Á morgun hvessir, einkum sunnantil á landinu og verða áfram smáskúrir eða él, en slydda eða rigning suðaustanlands um kvöldið. Norðlendingar geta hins vegar búist við þurru og björtu veðri.

Hiti breytist lítið. Spáð er hvassri suðaustanátt og talsverðri rigningu um sunnanvert landið á laugardag, en þurrt verður að kalla á Norðurlandi. Hiti tvö til sjö stig.

Vetrarfærð er í öllum landshlutum, víðast hvar hálka eða snjóþekja á vegum. Ófært er í Álftafirði á Skógarströnd, ófært norður í Árneshrepp og þæfingur á Ströndum. Þæfingsfærð er víða á Vestfjörðum.  

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV