Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Hersveitir á landamærunum draga sig í hlé

11.02.2021 - 09:11
Erlent · Asía · Indland · Kína
epa08490200 Indian army trucks move along a highway leading to Ladakh, at Gagangeer some 81 kilometers from Srinagar, the summer capital of Indian Kashmir, 17 June 2020.  According to news reports, twenty Indian Army personnel including a colonel were killed in the clash with Chinese troops in Galwan Valley of the eastern Ladakh region over the border fight.  EPA-EFE/FAROOQ KHAN
Bílalest indverska hersins á leið til landamæranna eftir átökin í júní. Mynd: EPA-EFE - EPA
Samkomulag hefur náðst milli Indverja og Kínverja um að hersveitir ríkjanna dragi sig í hlé á umdeildu svæði á landamærum þeirra. Þetta sagði Rajnath Singh, varnarmálaráðherra Indlands, á þingi landsins í morgun.

Átök hafa blossað upp milli hersveita ríkjanna á svæði sem bæði ríki gera tilkall til við Pangong Tso, jökullón í vestanverðum Himalæjafjöllum. 

Tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum  á þessum slóðum í júní á síðasta ári, einnig varð mannfall í röðum Kínverja, en ekki hefur verið gefið upp hve margir þeirra féllu. Bæði ríki juku vígbúnað á svæðinu eftir þessa atburði.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV