Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Gæti komið til rýminga á Seyðisfirði um helgina

11.02.2021 - 16:39
Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnadeild Ríkislögregl - RÚV
Um helgina er spáð hlýnandi veðri með talsveðri rigningu sunnan, suðaustanlands og á Austfjörðum, einkum á sunnudag. Á Seyðisfirði hefur því verið bætt í ofanflóðavöktun um helgina þar sem þar er mikill snjór til fjalla sem mun blotna með tilheyrandi hættu á votum snjóflóðum og skriðuföllum. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að um helgina verði metið hvort grípa þurfi til rýminga eða annarra ráðstafana. 

Þá segir í tilkynningu frá lögreglunni að vinna við endurskoðun hættumats standi enn yfir. Á næstunni verða jarðlög í Neðri-Botnum, hlíðinni ofan við bæinn, rannsökuð í tengslum við frumathugun á varnarvirkjum fyri suðurhluta Seyðisfjarðar.

Unnið er að bráðavörnum á svæðinu ofan við Tækniminjasafnið og Slippinn. Búið er að móta garðana og vatnsrásir meðfram þeim á þessu svæði. Við Búðará er vinnu við varnargarða lokið. 

holmfridurdf's picture
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Fréttastofa RÚV