Um helgina er spáð hlýnandi veðri með talsveðri rigningu sunnan, suðaustanlands og á Austfjörðum, einkum á sunnudag. Á Seyðisfirði hefur því verið bætt í ofanflóðavöktun um helgina þar sem þar er mikill snjór til fjalla sem mun blotna með tilheyrandi hættu á votum snjóflóðum og skriðuföllum. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að um helgina verði metið hvort grípa þurfi til rýminga eða annarra ráðstafana.