Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Reynir Trausta og Trausti kaupa Mannlíf

Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs og Trausti Hafsteinsson, fréttastjóri Mannlífs, hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. Mannlíf verður áfram í samstarfi við fjölmiðla Birtings, sem eru tímaritin Gestgjafinn, Hús og híbýli og Vikan.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reyni og Trausta.

Þar segir að kaup Reynis og Trausta hafi verið gerð í gegnum einkahlutafélagið Sólartún ehf, sem er að 75% hluta í eigu Reynis og Trausti er eigandi að 25% hlut. 

Reynir var ráðinn ritstjóri Mannlífs í mars í fyrra. Þá var Mannlífi einnig dreift sem fríblaði vikulega, en útgáfa þess hefur legið niðri í nokkra mánuði. 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir