Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Áfram leitað á hamfarasvæðinu á Indlandi

10.02.2021 - 09:43
Erlent · Asía · Indland
epa09000483 Rescue operations in the aftermath of a glacier burst and flood near the Dhauliganga hydro power project in Chamoli district, Uttarakhand, India, 10 February 2021. At least 32 people died and nearly 150 are still missing after part of the Nanda Devi glacier fell into the river on 07 February 2021, triggering a flood that burst open a dam in the Tapovan area of Uttarakhand's Chamoli district.  EPA-EFE/RAJAT GUPTA
Björgunarmenn á hamfarasvæðinu á Indlandi í morgun. Mynd: EPA-EFE - EPA
Leit var haldið áfram í morgun í Uttarakhand-ríki á norðanverðu Indlandi eftir flóðið þar á sunnudag sem varð þegar stykki brotnaði úr jökli og mikið vatn braust fram með skelfilegum afleiðingum.

Þrjátíu og tveir hafa fundist látnir, en ríflega 170 er enn saknað. Vonir um að finna fleiri á lífi minnka dag frá degi, en björgunarmenn leggja kapp á leit að ríflega þrjátíu verkamönnum sem taldir eru vera í loftrými í göngum virkjunar sem verið var að reisa.