Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Vetrarfærð og fimbulfrost víða í Evrópu

09.02.2021 - 22:39
Erlent · Danmörk · Evrópa · Holland · Ófærð · snjór · Tékkland · Vetur · Þýskaland
Mynd: EPA-EFE / ANP
Vetrarfærð og fimbulfrost gera mörgum Evrópubúum erfitt fyrir þessa dagana - en þó ekki öllum. Hagur þeirra sem selja og skerpa skauta í Hollandi hefur sannarlega vænkast.

Veðurstofan í Danmörku gaf í dag út þau fyrirmæli að íbúar Borgundarhólms þyrftu að vera komnir til síns heima fyrir klukkan 6 í dag, eftir það væri óvíst hvort fært yrði heim. Og víðar í Danmörku er spáð vondu vetrarveðri næstu daga. 

Vetrarveður er fleiri Evrópubúum til trafala. Fimbulfrost hefur kastað klakaböndum víða í Hollandi. Mesta frost í átta ár mælist í Hollandi í gær, mínus 15 gráður. 

Hún taldi svo hátt í 16 klukkustundir, biðin sem margir bílstjórar þurftu að leggja á sig til að komast leiðar sinnar í vesturhluta Þýskalands í gær.

Bílaröðin var um 37 kílómetrar.

Og ófærðin í Þýskalandi hafði áhrif víðar, vörubílstjórar sem ætluðu þangað frá Tékklandi með varning komust illa leiðar sinnar og þurftu sömuleiðis að eyða löngum stundum bíðandi bakvið stýrið. 

 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV