Hollensk stjórnvöld framlengdu í dag reglur um útgöngubann, sem áttu að falla úr gildi á morgun. Útgöngubann frá níu að kvöldi til hálf fimm að morgni hefur verið í gildi í Hollandi um rúmlega tveggja vikna skeið. Í stað þess að láta það renna út, eins og til stóð, ákvað ríkisstjórnin að halda reglunum óbreyttum til 3. mars hið minnsta.