Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Stöðvaður á 154 km. hraða í vetrarfærðinni

Mynd með færslu
 Mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystr
Lögreglan á Norðurlandi eystra stöðvaði ökumann sem ók eftir Ólafsfjarðarvegi um helgina á 154 km/klst. Ökumaðurinn var sviptur ökuleyfinu og sektaður um 210.000 krónur.

Hámarkshraðinn á þessarri leið er 90 km/klst. og vetrarfærð þessa dagana, en um helgina voru hálkublettir á Ólafsfjarðarvegi.

„Þó svo að lang flestir aki af ábyrgð, gætni og tillitssemi og bera sjálfum sér gott vitni og eru öðrum góð fyrirmynd, þá biðlum við til fólks að fara varlega í umferðinni. Vonum að umræddur ökumaður dagins í dag hugsi sinn gang og komi betur stemmdur til aksturs síðar,“ segir í Facebookfærslu lögreglunnar.

 

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV