
Hlutaðist til um lög til að halda auðæfunum leyndum
Breska blaðið The Guardian greindi frá þessu í gær og byggir á skjölum frá breska þjóðskjalasafninu.
Skjölin sýna að lögfræðingur drottningar talaði fyrir breytingu á frumvarpinu í fjármálaráðuneyti Geoffreys Howes í ríkisstjórn Edwards Heath. Klausu var skotið inn í frumvarp sem var í meðferð þingsins um að fyrirtæki í eigu þjóðhöfðingja yrðu undanskilin nýrri upplýsingalöggjöf.
Samþykki drottningar valdheimild ekki formsatriði
Guardian segir að dulin valdheimild hafi verið falin í samþykki drottningar. Samþykki drottningar þarf áður en þingið getur samþykkt lagafrumvörp.
Talað hefur verið um að samþykki drottningar sé skaðlaust og innantómt prjál konungsveldisins en rannsókn Guardian þykir sýna fram á að drottningin og lögfræðingar hennar hafi haft veruleg tækifæri til að hlutast til um lagafrumvörp áður en þau komu til meðferðar þingsins, að sögn Thomas Adams, sérfræðingi í stjórnskipunarrétti.
Skjöl frá 1973 sem geymd voru á breska þjóðskjalasafninu sýni að drottningin óttaðist að frumvarpið gerði almenningi kleift að rýna í fjárhag hennar. Breska krúnan vildi ekki svara spurningum um hvort Elísabet hefði nýtt samþykki drottningar til þess að hlutast til um lögin þegar eftir því var leitað og sagði að samþykki drottningar væri eingöngu formsatriði.
Raunveruleg auðæfi drottningar hafa aldrei verið gerð opinber að fullu en talið er að þau hlaupi á hundruðum milljóna punda.