Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Helga Guðrún býður sig fram á móti Ragnari Þór

08.02.2021 - 16:36
Innlent · VR
Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd - Helga Guðrún Jón­as­dótt­
Núverandi formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson og Helga Guðrún Jónasdóttir gefa kost á sér til formanns VR. Kjörstjórn bárust aðeins þessi tvö einstaklingsframboð til formanns. Framboðsfrestur vegna formanns- og stjórnarkjörs VR rann út á hádegi í dag.

Helga Guðrún Jónasdóttir er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og hefur starfað lengst af við almannatengsl og samskiptastjórn. Hún starfaði meðal annars sem samskiptastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Þá eru ellefu einstaklingsframboð til stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2021-2023 löglega fram borin. Alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja í varastjórn.

Frambjóðendur til stjórnar VR eru, í stafrófsröð:
Arnþór Sigurðsson
Harpa Sævarsdóttir
Helga Ingólfsdóttir
Jón Steinar Brynjarsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson
Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
Sigmundur Halldórsson
Sigríður Hallgrímsdóttir
Sigurður Sigfússon
Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
Þórir Hilmarsson

Valgerður Árnadóttir
Fréttastofa RÚV