Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Heimilt að fella 1220 hreindýr í sumar

Mynd með færslu
Mynd úr safni. Mynd:
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra gaf í dag út hreindýrakvóta fyrir árið 2021. Heimilt er að fella allt að 1220 hreindýr á árinu 2021 sem er um hundrað dýrum færri en í fyrra. Umhverfisráðherra ákvað kvótann að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun.

Veiða má 701 kú og 519 tarfa. Veiðitími tarfa er frá 1. ágúst til 15. september og kúa frá 1. ágúst til 20. september.

Veiðimenn hafa verið hvattir til að hlífa kúm með kálfa. Veiðitölur sýna að sú hvatning hefur skilað árangri, segir Guðmundur Ingi. Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og einnig er óheimilt að veiða kálfa.  

Bergljót Baldursdóttir
Fréttastofa RÚV