Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

14 látin eftir flóðin á Indlandi og yfir 170 enn saknað

08.02.2021 - 06:30
Erlent · Hamfarir · Asía · Flóð · Flóð í Asíu · Indland
epa08995392 View of the overflowed Mandakini river, a tributary of the Alaknanda River, near the Rudraprayag district in Uttarakhand, India, 08 February 2021. At least 11 people died and nearly 150 are still missing after part of the Nanda Devi glacier fell into the river, triggering a flood that burst open a dam in the Tapovan area of Uttarakhand's Chamoli district on 07 February 2021.  EPA-EFE/RAJAT GUPTA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fjórtán hafa nú fundist látin í Himalajafjöllum í norðanverðu Indlandi og yfir 170 er enn saknað eftir mikið flóð sem þar varð í gærmorgun þegar feikistórt stykki brotnaði úr jökli og hrapaði niður í á. Fimmtán manns sem lentu í flóðinu hefur verið bjargað. Flóðið sópaði burtu brúm, vegum og tveimur virkjunum í ánni.

Aðal þjóðvegurinn að hamfarasvæðinu var á meðal þeirra vega sem rofnuðu í hamförunum og torveldar það mjög alla aðflutninga hjálpargagna, björgunarsveita og búnaðar þeirra. Hundruð leitar- og björgunarmanna tóku aftur til starfa á hamfarasvæðinu í birtingu.
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV