Lögreglan á Norðurlandi eystra stöðvaði ökumann á 154 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi í dag. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar og upplýst að viðurlög við broti af þessu tagi séu ökuleyfissvipting og 210 þúsund króna sekt í ríkissjóð.
Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar er vetrarfærð á mest öllu landinu og hálka eða hálkublettir víðast hvar.
Lögreglan biðlar til fólks að fara varlega í umferðinni og segir að langflestir aki af ábyrgð, gætni og tillitssemi, beri sjálfum sér gott vitni og séu öðrum góð fyrirmynd. „Vonum að umræddur ökumaður dagins í dag hugsi sinn gang og komi betur stemmdur til aksturs síðar.“