Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Johnson & Johnson sækir um markaðsleyfi fyrir bóluefni

epa08931898 A nurse prepares a dose of the Oxford/AstraZeneca Covid-19 vaccine at the NHS vaccine mass vaccination centre that has been set up in the grounds of Epsom Race Course, in Surrey, Britain 11 January 2021. The UK government has announced that mass vaccination centres will start operating from 11 January in London, Newcastle, Manchester, Birmingham, Bristol, Surrey and Stevenage.  EPA-EFE/DOMINIC LIPINSKI / POOL
 Mynd: EPA-EFE - PA POOL
Lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur sótt um markaðsleyfi fyrir bóluefni sitt hjá bandarísku matvæla -og lyfjastofnuninni, FDA og von er á umsókn frá fyrirtækinu til Lyfjastofnunar Evrópu á næstu vikum. Bóluefnið markar þáttaskil í baráttunni við kórónuveirunni þar sem aðeins þarf eina sprautu. Niðurstöður rannsókna benda til þess að virkni bóluefnisins sé 66 prósent og það er í áfangamati hjá Lyfjastofnun Evrópu.

Þetta kemur fram á vef Guardian.  Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur sagt að von sé á bóluefni Johnson & Johnson fyrr en áður var talið.

Tvær sprautur þarf hjá þeim bóluefnum sem hafa verið samþykkt á flestum Vesturlöndum. Hjá Pfizer líða þrjár vikur á milli sprautna, fjórar vikur hjá Moderna og fjórar til tólf vikur hjá AstraZeneca.

Bóluefni Johnson & Johnson, sem er þróað af dótturfyrirtækinu Janssen, þarf hins vegar aðeins eina sprautu. 

Það inniheldur erfðaupplýsingar um gaddapróteinið á yfirborði kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Haft var eftir forstjóra lyfjafyrirtækisins í síðasta mánuði að hann væri vongóður um að bóluefnið yrði afhent í næsta mánuði.

Ísland skrifaði undir samning við lyfjafyrirtækið skömmu fyrir jól sem tryggir bóluefni fyrir 235 þúsund. Fram kemur á vef ráðuneytisins að áætlað sé að Lyfjastofnun Evrópu gefi út álit í þessum mánuði. 

Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands, sagði á Facebook-síðu sinni í síðustu viku að bóluefnið sýndi öryggi og góða vernd gegn alvarlegum og meðal-alvarlegum COVID-19-sjúkdómi. „Ótrúlega góðar fréttir,“ skrifaði Ingileif.

 

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV