Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Nær 10 prósent Tékka hafa greinst með COVID-19

04.02.2021 - 06:16
epa08980352 A medical worker wearing personal protective equipment (PPE) takes a swab sample from a person at drive-in coronavirus testing station in Prague, Czech Republic, 01 February 2021. The Czech Republic has seen a stagnating trend in new SARS-CoV-2 infections as Czech government announced on 28 January 2021 new measures in connection with the COVID-19 pandemic.  EPA-EFE/MARTIN DIVISEK
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Nær einn af hverjum tíu íbúum Tékklands hefur greinst með kórónaveiruna sem veldur COVID-19. Staðfest tilfelli eru nú orðin rétt ríflega ein milljón í landinu, þar sem tíu og hálf milljón manna búa.

Um 9.000 smit greindust þar í gær og eru virk smit nú í kringum 90.000. 16.683 dauðsföll hafa verið rakin til COVID-19 í Tékklandi en nær 894.000 manns teljast hafa náð bata.