Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Framhaldsskólakennarar vísa til ríkissáttasemjara

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum hafa vísað kjaradeilu sinni við ríkið til ríkissáttasemjara. Skrifað var undir stuttan kjarasamning í apríl í fyrra sem gilti til áramóta, en þá höfðu framhaldsskólakennarar verið samningslausir í rúmt ár. Í honum var kveðið á um að unnið yrði að nýjum samningi á þeim tíma.

Í tilkynningu frá félögunum segir að samninganefndir félaganna telji að sú vinna hafi ekki skilað ásættanlegum árangri, en kennarar kröfðust þess meðal annars að fá álagsgreiðslur fyrir þau auknu verkefni sem þeir tóku á sig í kórónuveirufaraldrinum.