Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum hafa vísað kjaradeilu sinni við ríkið til ríkissáttasemjara. Skrifað var undir stuttan kjarasamning í apríl í fyrra sem gilti til áramóta, en þá höfðu framhaldsskólakennarar verið samningslausir í rúmt ár. Í honum var kveðið á um að unnið yrði að nýjum samningi á þeim tíma.