Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Spilakössum líkt við rafrænt heróín

03.02.2021 - 14:54
Mynd með færslu
 Mynd: Pexels
Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, segir nútíma spilakassar svo ávanabindandi að oft sé talað um þá sem rafrænt heróín. Það sem einu sinni hafi verið sakleysislegir spilakassar sé orðið að eftirlitslausu áhættuspili. Hún segir stjórnvöld verða að taka upp hanskann fyrir þá sem haldnir séu spilafíkn og fjölskyldur þeirra.

„Viðhorfskannanir sýna að þorri fólks er neikvætt gagnvart því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum. Það eru engar rannsóknir sem sýna fram á það að þeir sem glími við spilafíkn myndu frekar snúa sér að fjárhættuspilum á netinu í staðinn. Engar,“ segir Sara Elísa. 

„Er ekki kominn tími til að stjórnvöld taki upp hanskann fyrir þá sem þjást af spilafíkn og fjölskyldur þeirra? Forsendur núgildandi laga eru brostnar og stjórnvöld þurfa að bregðast við strax.“
 

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV