Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Sigurður Ingi vill fella aldargömul lög úr gildi

03.02.2021 - 20:30
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Jónsson - RÚV
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fram frumvarp um að fella úr gildi 25 lög, þau elstu eru frá árinu 1917 og varða sveitarfélögin, póst, síma og fjarskipti.

Meðal þeirra eru lög um bæjarstjórnir ýmissa sveitarfélaga, lög um lagningu sjálfvirks síma og kaupstaðaréttindi.

Ástæðan er að lögin eiga ekki lengur við vegna breyttra aðstæðna, breytts lagaumhverfis eða vegna þess að þær ráðstafanir sem kveðið er á um í lögunum eiga ekki lengur við.

Í greinargerð frumvarpsins segir að verði það að lögum muni það auka skýrleika lagasafnsins að því er varðar lög á málefnasviði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir