Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Mario Draghi reynir stjórnarmyndun

03.02.2021 - 13:35
epa08984149 Former president of the European Central Bank (ECB) Mario Draghi delivers a speech after a meeting with the Italian President Sergio Mattarella at the Quirinal Palace in Rome, Italy, 03 February 2021. 2021. President Mattarella has summoned Draghi for a meeting seeking for a 'high-profile' government. Mattarella, who said he was left with two choices, either calling snap elections or nominating a technical government, made the announcement after the ruling coalition failed to form a majority following Giuseppe Conte's resignation as prime minister.  EPA-EFE/ROBERTO MONALDO / POOL
 Mynd: EPA-EFE - Lapresse
Mario Draghi, fyrrverandi yfirmaður seðlabanka Evrópu, hyggst reyna að mynda ríkisstjórn á Ítalíu. Sergio Matarella forseti fór þess á leit við hann í dag að fara fyrir þjóðstjórn sem tækist á við neyðarástand sem ríkir í landinu vegna COVID-19 farsóttarinnar.

Giuseppe Conte, fráfarandi forsætisráðherra, baðst lausnar í síðasta mánuði fyrir sig og ráðuneyti sitt. Hann óskaði jafnframt eftir því við Matarella forseta að fá að reyna að mynda stjórn á ný. Viðræður hans við aðra flokksleiðtoga báru ekki árangur. 

Draghi hvatti Ítali til samstöðu þegar tilkynnt var að hann hefði fallist á beiðni forsetans um að reyna stjórnarmyndun. Ítalska hlutabréfavísitalan hækkaði um þrjú prósent eftir að það spurðist að Draghi kæmi til greina sem næsti forsætisráðherra landsins.