Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Stutt og stormasöm saga lýðræðis í Mjanmar

01.02.2021 - 04:53
epa08978901 Military soldiers move bags from a truck into Yangon City Hall, in Yangon, Myanmar, 01 February 2021. According to media reports, the senior members of the National League for Democracy, including leader Aung San Suu Kyi, are being detained by the military due to a dispute rising from elections held in November 2020, the results of which have been disputed by the military-aligned opposition party.  EPA-EFE/LYNN BO BO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Aðeins rétt rúmur áratugur er síðan fyrsti vísir að lýðræði leit dagsins ljós í Mjanmar eftir nærri hálfrar aldar herstjórn í landinu. Aung San Suu Kyi, sem var tekin til fanga af hernum í morgun, er óþægilega kunnug þeirri stöðu, því hún var í stofufangelsi í samanlagt 15 ár frá árinu 1989 til 2010. Þar sat hún vegna baráttu sinnar fyrir lýðræði í heimalandinu. AFP fréttastofan tók saman sögu lýðræðis í Mjanmar í stuttu máli.

2010

Árið 2010 hélt herstjórnin kosningar, þar sem lepp-flokkurinn USDP fagnaði sigri. NLD, flokkur Suu Kyi, og fleiri flokkar neituðu að taka þátt í kosningunum. Eftirlitsmenn sögðu kosningarnar hvorki frjálsar né heiðarlegar. Innan við viku eftir kosningarnar var Suu Kyi leyst úr haldi.

2011

Ári síðar, árið 2011, steig herforingjastjórnin það óvænta skref að mynda hálfgerða þjóðstjórn. Thein Sein, fyrrverandi herforingi, leiddi stjórnina, og lofaði hann umbótum í landinu. Almennir borgarar fengu til að mynda aftur að njóta ýmissa réttinda sem talin eru sjálfsögð í lýðræðisríkjum, til að mynda að boða til samkoma og tjá sig opinberlega.

2012

Kosið var um hluta þingsæta í apríl árið 2012. Þar hlaut flokkur Suu Kyi, NLD, 43 af 45 sætum sem í boði voru. Bandaríkin og Evrópusambandið byrjuðu að aflétta refsingum og vestræn fyrirtæki fóru að hasla sér völl í landinu. Stríð á milli trúhópa hófst í Rakhine-héraði. Það beindist helst gegn minnihlutahópi Róhingja-múslima.
Barack Obama varð fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að fara í opinbera heimsókn til Mjanmar árið 2012. 

2015

Þremur árum síðar er kosið til þings. Þar vinnur NLD-flokkurinn yfirburðasigur. Hershöfðinginn Min Aung Hlaing, sem hefur nú sölsað undir sig völd, óskar Suu Kyi og flokknum hennar til hamingju.

epa06921378 Myanmar senior general Min Aung Hlaing (C) lattends the Speaker of Union Parliament changing ceremony in Naypyitaw, Myanmar, 01 August 2018. The Speaker of Myanmar's Union Parliament is given a two and a half year term, and the position
Min Aung Hlaing, æðsti foringi hersins í Mjanmar. Mynd: EPA-EFE - EPA
Hershöfðinginn Min Aung Hlaing.

2016

Snemma árs 2016 tekur NLD við völdum og Suu Kyi er fært leiðtogahlutverkið af þinginu, þar sem henni er óheimilt að gegna hlutverki forseta.

2017

2017 er lögmaðurinn Ko Ni myrtur í borginni Yangon, þeirri stærstu í Mjanmar. Ko Ni var ráðgjafi Suu Kyi og hávær gagnrýnandi hersins í landinu. Þúsundir fylgdu honum til grafar. Þetta sama ár hefst áhlaup hersins í Rakhine-héraði gegn skæruliðum. Nærri 750 þúsund Róhingjar flýja yfir landamærin til Bangladess.

epa06305794 YEARENDER 2017 OCTOBER
Róhingjar á flótta frá Mjanmar til nágrannaríkisins Bangladess. Nú er helmingur íbúa Kayah-héraðs á flótta, margir úr þeirra hópi leita yfir landamærin til Taílands.  Mynd: EPA Images
Róhingjar á flótta til Bangladess.

 

2018

Tveir blaðamenn á vegum Reuters eru handteknir árið 2018. Þeir eru sakaðir um að ljóstra upp ríkisleyndarmálum með fréttaflutningi sínum um fjöldamorðin á Róhingjum. Þeir sátu inni í um eitt og hálft ár þar til þeir voru náðaðir af forseta landsins.

2019

Stjórnvöld í Washington lögðu viðskiptaþvinganir á hershöfðingja Mjanmars og þrjá aðra hátt setta hermenn. Gambía lagði fram mál fyrir Alþjóðaglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna þar sem stjórnvöld í Mjanmar eru sökuð um þjóðarmorð. Suu Kyi mætir sjálf til þess að verja stjórn sína fyrir dómstólnum í Haag. Tvö önnur mál eru höfðuð gegn ríkinu, þar á meðal vegna rannsóknar dómstólsins sjálfs.

2020

Dómur féll í Alþjóðaglæpadómstólnum í fyrra og er Mjanmar gert að koma í veg fyrir meint þjóðarmorð. 
Kórónuveirufaraldurinn fór illa í veikt heilbrigðiskerfi landsins. Yfir þrjú þúsund létu lífið af völdum COVID-19 í fyrra og 140 þúsund hafa greinst smitaðir.
Aðrar frjálsu þingkosningarnar eru haldnar í landinu frá því herforingjastjórnin lét af völdum. Stórum þjóðfélagshópum er meinuð þátttaka og NLD vinnur stórsigur líkt og búist var við.

2021

Þá er komið að stöðunni eins og hún blasir nú við. Eftir margra vikna ásakanir um stórfellt kosningasvindl handsamar herinn Suu Kyi og forsetann Win Myint ásamt fjölda annarra hátt settra embættismanna úr NLD flokknum. Herferðin er farin sama dag og nýkjörið þing á að koma saman. Herinn hefur lýst yfir eins árs neyðarástandi og fyrrverandi herforingi verður forseti á meðan til þess að tryggja stöðugleika.