Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Ákveðnir hópar líklegri til að lenda í haturðsorðræðu

01.02.2021 - 21:30
Mynd: RÚV / RÚV
Umræða um haturorðræðu er meiri í löndunum í kringum okkur og tilkoma samfélagsmiðla hefur orðið til þess að hegningarlagarammi hefur verið endurskoðaður þar. Hér á landi er sú umræða og löggjöf skemur á veg komin.

Í kjölfar þess að skotið var á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í janúar hefur farið fram mikil umræða um friðhelgi opinberra persóna og eðli umræðu um stjórnmálamenn og aðrar opinberar persónur. Rætt var við Elfu Ýr Gylfadóttur, framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar í Kastljósi í kvöld.

Hún segir að umræða um hatursorðræðu hafi verið meira áberandi á Norðurlöndunum seinustu ár. Þar hafa hvítbækur verið skrifaðar um málefnið og hegningarlagaramminn tekinn til endurskoðunar með tillitti til harðari umræðu á samfélagsmiðlum. 

„Þar er komið fram með þessa hugmynd að með tilkomu samfélagsmiðlana sé orðið mjög mikilvægt að skoða þennan hegningarlagaramma aftur, og hvað eru friðhelgisbrot, ærumeiðingar o.s.frv. því það er alls kynsfólk sem í krafti síns embættis eða blaða og fréttamenn sem eru í þessu hlutverki fjórða valdsins, ef það er verið að ráðast gegn þeim þá er það ekki bara þeirra persónulega mál,  heldur líka aðför að lýðræðinu,“ segir Elfa.

Kastljós kvöldsins má sjá hér að ofan.