Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Spennan eykst á HM í handbolta: Undanúrslit í dag

epa08969220 Egypt’s Yehia Elderaa (C) in action against Denmark's Anders Zachariassen (R) during the quarter final match between Denmark and Egypt at the 27th Men's Handball World Championship in Cairo, Egypt, 27 January 2021.  EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany / POOL
 Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL

Spennan eykst á HM í handbolta: Undanúrslit í dag

29.01.2021 - 10:03
Tveir risaleikir eru á dagskrá á HM í handbolta í dag þegar undanúrslitin fara fram. Frakkland og Svíþjóð eigast við kl. 16:30 og Spánn og Danmörk kl. 19:30.

Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu, sá fyrri á RÚV og Spánn og Danmörk á RÚV 2. Frakkar komust í undanúrslitin eftir sigur á Ungverjum eftir framlengdan leik og Svíar unnu Katar auðveldlega og eru enn án taps. Danir komust í undanúrslitin eftir gífurlega dramatík gegn Egyptalandi og mótherjar þeirra, Spánn, komust í undanúrslitin eftir öruggan sigur á Noregi.

Það styttist nú heldur betur í annan endann á mótinu en bronsleikurinn og úrslitaleikur mótsins fara svo fram á sunnudaginn kemur.

16:30 Frakkland-Svíþjóð í beinni á RÚV
19:30 Spánn-Danmörk í beinni á RÚV 2