Hundruð Róhingja er saknað úr flóttamannabúðum í Indónesíu. Óttast er að þeim hafi verið smyglað til nágrannaríkisins Malasíu. Að sögn Al Jazeera eru aðeins 112 flóttamenn eftir í flóttamannabúðum sem settar voru upp til bráðabirgða í Lhokseumawe á norðurströnd Indónesíu. 400 flóttamenn komu þangað á fjögurra mánaða tímabili í fyrra.