Wax Tailor með Mark Lanegan – Just A Candle
Franski hipphoppmógúllinn Wax Tailor sendi frá sér breiðskífunna The Shadow of Their Suns 8. janúar. Á skífunni koma ýmsir góðir gestir við sögu eins og t.d. rappararnir Del the Funky Homosapien og D Smoke, gamla fönkgoðsögnin Gil Scott-Heron, söngkonan Adeline og grunge-tarfurinn illa stemmdi, Mark Lanegan úr The Screaming Trees, sem virðist reyndar liggja nokkuð vel stemmdur í laginu Just a Candle.