Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Sjáðu allt dramað úr leik Danmerkur og Egyptalands

Mynd: EPA-EFE / REUTERS POOL

Sjáðu allt dramað úr leik Danmerkur og Egyptalands

28.01.2021 - 08:00
Danmörk komst í undanúrslit HM karla í handbolta í gær eftir sigur á Egyptalandi í vítakeppni að loknum tveimur framlengingum. Nóg var um dramatík og spennu í leiknum.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá síðustu mínútuna í venjulegum leiktíma, báðar framlengingarnar og vítakeppnina.

Danir mæta Spáni í undanúrslitum annað kvöld klukkan 19:30. Frakkland og Svíþjóð mætast í hinum undanúrslitaleiknum klukkan 16:30 á morgun.