Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöldi afskipti af ökumanni sem sinnti ekki merkjum um að stöðva ökuferðina. Maðurinn ók gegn einstefnu og fór yfir á rauðu ljósi. Ferðin endaði með því að ökumaðurinn keyrði ítrekar utan í vegrið, samkvæmt því sem segir í dagbók lögreglunnar.