
Nú á miðvikudagskvöld hófust vinnuvélar handa við að moka burt snjóhengjuna ofan við Vesturfarasetrið á Hofsósi. Valgeir Þorvaldsson, forstöðumaður setursins, sagði starfsemi fyritækja sinna í mikilli hættu ef snjóhengjan skríður fram. Lögreglan lokaði svæðinu.
Stórar vinnuvélar moka burt hengjuna
Snjóflóð lagði Drekahúsin
Félagsmenn í skotíþróttafélaginu Drekanum á Eskifirði sáu í dag það tjón sem varð á svæðinu þeirra eftir að snjóflóð féll þar í vikunni. Flóðið var um kílómeter á breidd og skemmdirnar eru miklar eins og þessar myndir sýna.
Snjólaust fyrir sunnan
En það er ekki allt á kafi allsstaðar. Til dæmis ekki í Reykjavík og Borgarnesi eins og þessar myndir sýna sem voru teknar í dag.
Norðurlandið á kafi
Þessar myndir eru frá Siglufirði, Grenivík, Ólafsfirði, Jökulsá á Fjöllum, Dalvík og Akureyri - teknar af fréttamönnum RÚV á Norðurlandi, þeim Ágústi Ólafssyni og Óðni Svan Óðinssyni.