Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu aflétt á Austfjörðum

27.01.2021 - 16:22
Mynd með færslu
Svona var um að litast á Biskupshálsi um hádegisbilið í dag Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum hefur verið aflétt. Enn er óvissustig í gildi á norðanverðum Vestfjörðum og Norðurlandi. Hátt í 140 snjóflóð hafa fallið á síðustu tíu dögum samkvæmt skráningu Veðurstofu, þau eru þó eflaust fleiri.

Vegagerðin hefur þá aflétt óvissustigi vegna snjóflóðahættu á vegum. Það er í Súðavíkurhlíð, Flateyrarvegi, Ólafsfjarðarmúla og Ljósavatnsskarði. Veður er nú heldur skaplega en hefur verið síðustu daga og búið að opna flesta þá vegi sem hafa verið lokaðir eða ófærir.

Sex snjóflóð hafa fallið síðasta sólarhringinn, samkvæmt vef Veðurstofu. Öll á Vestfjörðum. Enn er rýming í gildi á höfninni á Hofsósi vegna snjóflóðahættu.