
Óttast að húsin fari í sjóinn ef snjóhengjan brestur
Óttast að húsin geti farið
Valgeir segir að ekki þurfi að spyrja að leikslokum ef snjóhengjan rennur af stað og yfir húsin. „Það er alveg ljóst að ef þessi fleki skríður fram mun húsið sem er beint undir ekki standa það af sér. Það mun örugglega fara út í sjó ef það gerist,“ segir Valgeir.
„Það hangir yfir byggingunum risa stór snjóhengja“
„Staðan er náttúrlega ekki góð, það hangir yfir byggingunum risastór snjóhengja sem getur skriðið fram á hverri stundu þannig að það er svo sem ekki mikið hægt að gera annað en að bíða og vona. Það er verið að meta stöðuna núna og reyna að ákveða hvað er rétt að gera í framhaldinu. En þetta er auðvitað vond staða.“
Hefur þetta mikil áhrif á starfsemi ykkar?
„Það er auðvitað dagleg starfsemi og Íslenska fánasamastofan er nú í húsinu sem er beint undir stærstu hengjunni þannig að það er auðvitað lokað. Auk þess eru skrifstofur Vesturfarasetursins þarna í næsta húsi við hliðina á. Svo er stóra sýning Vesturfarasetursins í húsinu sem er í mestri hættu þannig að þetta lítur ekkert sérstaklega vel út.“