Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Óska eftir vitnum að banaslysi í Breiðholti

27.01.2021 - 15:36
Mynd með færslu
 Mynd: Google - Maps
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að banaslysi sem varð á göngustíg við Hagasel 14-22 í Breiðholti laugardagsmorguninn 16. janúar.

Tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 8:13. Karlmaður á sjötugsaldri féll af reiðhjóli og var fluttur á slysadeild Landspítalans. Hann lést á spítalanum tveimur dögum síðar.

Lögreglan biður þá sem kunna að geta veitt upplýsingar um slysið að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, með einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, eða í tölvupósti á netfangið [email protected].

 

 

 

 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV