Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Öryggisgæsla aukin í Nýju Delí

27.01.2021 - 08:17
Erlent · Asía · Indland
Protesting farmers march towards the country's capital during India's Republic Day celebrations in New Delhi, India, Tuesday, Jan. 26, 2021. Tens of thousands of farmers drove a convoy of tractors into the Indian capital as the nation celebrated Republic Day on Tuesday in the backdrop of agricultural protests that have grown into a rebellion and rattled the government. (AP Photo/Dinesh Joshi)
Frá mótmælum bænda í Nýju Delí í gær. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Öryggisgæsla hefur verð hert í Nýju Delí, höfuðborg Indlands, og helstu vegir til og frá borginni verið lokaðir til að koma í veg fyrir átök líkt og í gær, þegar þúsundir fóru um götur til að mótmæla breytingum á lögum um landbúnað sem bændur telja að sé einkum stórfyrirtækjum í hag.

Bændur óku dráttarvélum í gegnum vegatálma í borginni í gær og kom til átaka milli þeirra og lögreglu. Einn úr liði bænda lét lífið, en margir meiddust í átökunum, þar af 86 lögreglumenn. Undir kvöld drógu bændur sig í hlé og héldu til búða utan borgarinnar.

Stjórnvöld hafa búið sig undir frekari átök í dag og hafa kallað út öryggissveitir lögreglu til aðstoðar. Bændur efndu einnig til mótmæla í Mumbai og Bangalore, auk þess sem víða var mótmælt í Haryana-ríki í norðurhluta landsins.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV