Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

HM í dag: 8-liða úrslitin fara fram

epa08965260 Denmark's Lasse B. Andersson (C) in action during the Main Round match between Denmark and Croatia at the 27th Men's Handball World Championship in Cairo, Egypt, 25 January 2021.  EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany / POOL
 Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL

HM í dag: 8-liða úrslitin fara fram

27.01.2021 - 06:00
Heimsmeistaramótið í handbolta fer aftur af stað í dag eftir eins dags frí. Fjórir leikir fara fram í 8-liða úrslitum keppninnar. Allir leikir dagsins eru sýndir á miðlum RÚV.

Í fyrsta leik dagsins mæta Danir heimamönnum frá Egyptalandi. Danir hafa spilað mjög vel á mótinu og sigruðu sinn milliriðil á meðan að Egyptar fóru nokkuð óvænt áfram úr sínum milliriðli eftir að hafa gert jafntefli gegn Slóveníu í lokaleik sínum.

Leikurinn hefst klukkan 16:30

Hinir þrír leikirnir í 8-liða úrslitunum fara fram klukkan 19:30 í kvöld. Þar mæta þrjár þjóðir sem allar hafa orðið heimsmeistarar, Svíþjóð, Spánn og Frakkland, liðum sem hafa komist í úrslitaleikinn á síðustu árum, en það eru Katar, Noregur og Ungverjaland. 

Leikir dagsins á HM:

16:30: Danmörk - Egyptaland á RÚV
19:30: Svíþjóð - Katar á ruv.is
19:30: Frakkland - Ungverjaland á ruv.is
19:30: Spánn - Noregur á RÚV2