Í fyrsta leik dagsins mæta Danir heimamönnum frá Egyptalandi. Danir hafa spilað mjög vel á mótinu og sigruðu sinn milliriðil á meðan að Egyptar fóru nokkuð óvænt áfram úr sínum milliriðli eftir að hafa gert jafntefli gegn Slóveníu í lokaleik sínum.
Leikurinn hefst klukkan 16:30
Hinir þrír leikirnir í 8-liða úrslitunum fara fram klukkan 19:30 í kvöld. Þar mæta þrjár þjóðir sem allar hafa orðið heimsmeistarar, Svíþjóð, Spánn og Frakkland, liðum sem hafa komist í úrslitaleikinn á síðustu árum, en það eru Katar, Noregur og Ungverjaland.
Leikir dagsins á HM:
16:30: Danmörk - Egyptaland á RÚV
19:30: Svíþjóð - Katar á ruv.is
19:30: Frakkland - Ungverjaland á ruv.is
19:30: Spánn - Noregur á RÚV2