Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hagvaxtarspá Þýskalands lækkuð

27.01.2021 - 14:57
epa08922255 A view shows the Brandenburg gate, one of Berlin's popular sightseeing spots, in Berlin, Germany, 06 January 2021. On 05 January, the German federal government and states agreed to extend coronavirus lockdown until 31 January including restriction of travel for residents in Covid-19 hotspots to a 15 km radius.  EPA-EFE/HAYOUNG JEON
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Áætlað er að þriggja prósenta hagvöxtur verði í Þýskalandi á þessu ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Peter Altmaier efnahagsráðherra sendi frá sér í dag. Samkvæmt efnahagsspá stjórnvalda sem birt var í október síðastliðnum var gert ráð fyrir að vöxturinn yrði 4,4 prósent. Ástæðan fyrir lækkuninni eru harðar sóttvarnarráðstafanir með lokunum vegna COVID-19 farsóttarinnar.

Þýsk stjórnvöld eru áhyggjufull vegna stökkbreyttra afbrigða kórónuveirunnar sem breiðast hratt út. Horst Seehofer innanríkisráðherra sagði í blaðaviðtali í gær að útlit væri fyrir að aðgerðir yrðu hertar til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar, jafnvel að stöðva millilandaflug nánast alveg. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV