Áætlað er að þriggja prósenta hagvöxtur verði í Þýskalandi á þessu ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Peter Altmaier efnahagsráðherra sendi frá sér í dag. Samkvæmt efnahagsspá stjórnvalda sem birt var í október síðastliðnum var gert ráð fyrir að vöxturinn yrði 4,4 prósent. Ástæðan fyrir lækkuninni eru harðar sóttvarnarráðstafanir með lokunum vegna COVID-19 farsóttarinnar.