Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Boeing MAX þotur leyfðar í Evrópu

27.01.2021 - 12:21
3D imagery, 737 MAX, MAX, 737 MAX 7, 737 MAX8, 737 MAX 9
 Mynd: Boeing
Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, heimilaði í dag að nýju notkun Boeing 737 MAX flugvéla í álfunni.  Patrick Ky, yfirmaður stofnunarinnar, sagði þegar hann tilkynnti þessa ákvörðun að hann teldi þoturnar vera orðnar öruggar eftir umfangsmiklar endurbætur. Þó yrði vandlega fylgst með þeim enn um sinn.

Allur MAX flugflotinn var kyrrsettur í mars 2019 eftir tvö flugslys þar sem 346 manns létust. Notkun þeirra hefur verið heimiluð að nýju í Brasilíu og Bandaríkjunum. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV