Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Blóðug eftir vatnsbyssu lögreglunnar

27.01.2021 - 19:22
Mynd: RÚV / RÚV
Kona í Eindhoven í Hollandi slasaðist eftir að lögreglan sprautaði vatni á hana í mótmælum um helgina. Konan var með manni utan hóps mótmælenda gegn sóttvarnaaðgerðum þegar lögreglan sprautaði á hana. Krafturinn var slíkur að hún kastaði á byggingu sem hún stóð við.

Konan vankaðist og var alblóðug á höfðinu eftir þetta. Yfir 130 manns hafa verið handteknir í mótmælum í Hollandi vegna útgöngubanns sem var sett á á laugardag. Í gærkvöld var þó heldur rólegra yfir borgum landsins en undanfarin kvöld.

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV