Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Þrjú vilja leiða lista VG í Norðausturkjördæmi

26.01.2021 - 10:20
Frambjóðendur VG í NA 2021
 Mynd: VG - Samsett mynd
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þrjú gefa kost á sér í fyrsta sæti listans, meðal þeirra er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður þingflokks VG sem var í öðru sæti listans í síðustu kosningum, á eftir Steingrími J. Sigfússyni sem nú hyggst hætta á þingi. Ingibjörg Þórðardóttir ritari flokksins gefur kost á sér í 1.-2. sætið og Óli Halldórsson, forstöðumaður á Húsavík gefur kost á sér í það fyrsta.

Forvalið verður rafrænt og verður haldið 13. – 15. febrúar. Haldnir verða þrír málefnafundir með þeim sem eru í framboði og verða þeir fjarfundir.

Þau 12 sem bjóða sig fram á lista VG í forvalinu eru: 

 • Angantýr Ásgeirsson, sálfræðinemi, Akureyri. 
 • Ásrún Ýr Gestsdóttir, nemi, Akureyri. 
 • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði, 1. sæti. 
 • Cecil Haraldsson, fyrrverandi sóknarprestur, Seyðisfirði, 4.-5. sæti. 
 • Einar Gauti Helgason, matreiðslumeistari, Akureyri. 
 • Helga Margrét Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi, Eyjafjarðarsveit. 
 • Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað. 1 – 2 sæti. 
 • Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi, Akureyri, 3. sæti. 
 • Jódís Skúladóttir, lögfræðingur, verkefnastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Múlaþingi 2. sæti. 
 • Kári Gautason, framkvæmdastjóri í fæðingarorlofi, Reykjavík,  2. sæti. 
 • Óli Halldórsson, forstöðumaður, Húsavík, 1. sæti . 
 • Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, bóndi, Þingeyjarsveit.