Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Þórólfur: Fermið sem flesta en fylgið reglum

26.01.2021 - 08:38
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot RÚV - RÚV
Það er ekki í anda sóttvarnarreglna að skipta fermingarveislum í tvennt, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Margir íhuga nú að skipuleggja fermingarveislur þannig að gestum sé hleypt inn og út úr veislunni í hópum.

„Það er ekki í anda þess sem við höfum verið að tala um og ekki í anda þess að vera með fjöldatakmarkanir," segir Þórólfur. „Ég minni á að fjöldatakmarkanir eru til að minnka það að fólk hitti sem flesta."

Hann segir að skoða þurfi hvert tilvik fyrir sig, og það sé ekki ætlunin að banna fermingar.

„Ég segi bara fermið sem flesta en gerið það innan þeirra marka sem reglurnar leyfa," segir Þórólfur. Tíminn líði hratt og sér finnist hann nýbúinn að leggja línurnar fyrir fermingar nýliðins árs.