Þjóðvegi eitt yfir Jökulsá á Fjöllum á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða var lokað síðdegis. Krapaflóð þekur veginn á um 300 metra kafla vegna krapastíflu undir brúnni. Vegagerðin er að senda stórvirkar vinnuvélar á staðinn til að hefja hreinsun sem gæti tekið töluverðan tíma.