Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Valur að hlið ÍBV á toppnum

Mynd með færslu
 Mynd:

Valur að hlið ÍBV á toppnum

25.01.2021 - 20:23
Valsmenn unnu í kvöld þriggja marka sigur á Þór frá Akureyri í Olís-deild karla í handbolta. Leiknum lauk 30-27 fyrir Valsara.

Valur hefur þar með 8 stig að loknum fimm leikjum í deildinni. Aðeins ÍBV hefur jafn mörg stig og Valur. Þór er eftir sem áður í 10. sæti deildarinnar með 2 stig.

Róbert Aron Hostert endaði markahæstur hjá Val með sjö mörk og Anton Rúnarsson skoraði sex mörk. Einar Baldvin Baldvinsson varði ellefu skot í markinu. Valur lék án Magnúsar Óla Magnússonar sem hefur verið með íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi og er ókominn heim.

Hjá Þór voru Ihor Kopyshynskyi og Valþór Guðrúnarson markahæstir með sex mörk hvor. Jovan Kukobat varði tíu skot í marki Þórs.