Ættu að einlbína á innlenda ferðamenn
Þórólfur segir ekki ástæðu til að slaka á sóttvarnarkröfum núna, aðeins sé rúm vika síðan slakað var á síðast. Þórólfur segir að ferðaþjónustufyrirtæki ættu alla vega að einblína á innlenda ferðamennsku í sumar. Nú séu engir ferðamenn að ferðast á milli landa og með öllu óvíst að svo verði næsta sumar. Spegillinn ræðir við Þórólf um útlitið fram undan í bólusetningu, dreifingu bóluefnis og ferðaþjónustuna.
Mikil óvissa fram undan hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Bjarnheiði Hallsdóttur formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir í tilefni af orðum Þórólfs að það eina sem sé öruggt sé óvissan. Nú sé janúar og hún leyfi sér að vera bjartsýn. Hún segir að mörg ferðaþjónustufyrirtæki séu farin að undirbúa íslenskt sumar, þ.e. að sinna innlendum ferðamönnum fyrst og fremst, eins og í fyrrasumar. Það séu hins vegar fjölmörg fyrirtæki sem þjónusta eingöngu erlenda ferðamenn og óvissan í rekstri þeirra sé mikil.
Hlusta má á viðtölin við Þórólf og Bjarnheiði í spilaranum hér að ofan.