Af liðunum átta sem eru eftir á heimsmeistaramótinu hafa fjögur þeirra unnið heimsmeistaratitilinn. Það eru Danmörk, Svíþjóð, Frakkland og Spánn. Þrjú af hinum liðunum fjórum hafa leikið til úrslita á HM. Það eru Katar, Noregur og Ungverjaland.
Liðin sem mætast í 8-liða úrslitum HM 2021 eru sem hér segir:
8-liða úrslit HM í handbolta eru klár. Verða spiluð á miðvikudag.
Danmörk - Egyptaland
Svíþjóð - Katar
Spánn - Noregur
Frakkland - Ungverjaland— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 25, 2021
Leikið verður svo til undanúrslita á föstudag. Sigurvegarinn úr leik Danmerkur og Egyptalands mætir sigurvegaranum úr leik Spánar og Noregs í undanúrslitum. Svíþjóð eða Katar mun því spila við Frakkland eða Ungverjaland í hinum undanúrslitaleiknum.
Á sunnudag verður svo leikið um verðlaun á mótinu.