Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Þessi lið mætast í 8-liða úrslitum HM

epa08965052 Players of Spain celebrate after the Main Round match between Spain and Hungary at the 27th Men's Handball World Championship in Cairo, Egypt, 25 January 2021.  EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AFP POOL

Þessi lið mætast í 8-liða úrslitum HM

25.01.2021 - 21:15
Eftir sigur Danmerkur á Króatíu í milliriðli II á HM karla í handbolta í Egyptalandi í kvöld varð ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum mótsins. 8-liða úrslitin verða spiluð á miðvikudag.

Af liðunum átta sem eru eftir á heimsmeistaramótinu hafa fjögur þeirra unnið heimsmeistaratitilinn. Það eru Danmörk, Svíþjóð, Frakkland og Spánn. Þrjú af hinum liðunum fjórum hafa leikið til úrslita á HM. Það eru Katar, Noregur og Ungverjaland.

Liðin sem mætast í 8-liða úrslitum HM 2021 eru sem hér segir:

Leikið verður svo til undanúrslita á föstudag. Sigurvegarinn úr leik Danmerkur og Egyptalands mætir sigurvegaranum úr leik Spánar og Noregs í undanúrslitum. Svíþjóð eða Katar mun því spila við Frakkland eða Ungverjaland í hinum undanúrslitaleiknum.

Á sunnudag verður svo leikið um verðlaun á mótinu.