Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Suðurafríska afbrigðið greinist á Nýja Sjálandi

epa08925533 People are seen in the baggage collection area after arriving on Virgin Australia flight VA318 from Brisbane at Tullamarine Airport in Melbourne, Australia, 08 January 2021. A cleaner at a Brisbane quarantine hotel, the Grand Chancellor was diagnosed with the UK variant of Covid-19 on Wednesday, Queensland Premier Annastacia Palaszczuk has announced that greater Brisbane will go into a three-day lockdown.  EPA-EFE/JAMES ROSS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar um tveggja mánaða skeið hefur greinst á Nýja Sjálandi. Nýsjálendingum hefur gengið vel að glíma við faraldurinn en þar hafa alls 1.927 greinst með COVID-19 og 25 látist. Nýsjálendingar eru 5 milljónir talsins.

Það var hið svokallaða, meira smitandi, suðurafríska afbrigði sem greindist í 56 ára Nýsjálendingi sem nýlega sneri heim frá Evrópu.

Jákvæð greining barst konunni á laugardag, tíu dögum eftir að hún lauk tíu daga sóttkví. Talið er að hún hafi smitast af samferðamanni sem dvaldi á sömu hæð hótelsins þar sem hún var í sóttkví. Eiginmaður konunnar, sem var einnig í sóttkví, er ekki smitaður.

Þessi niðurstaða verður til þess að Ástralir hafa fyrirskipað að Nýsjálendingar sem þangað ferðast skuli að nýju dvelja í sóttkví við komuna. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lýst yfir að suðurafríska afbrigði kórónuveirunnar leiði ekki til verri veikinda né sé það banvænna en önnur.