Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Suðurafríska afbrigðið greindist á Nýja Sjálandi

25.01.2021 - 08:31
epa08911999 Signage is seen at a drive through covid19 testing facility at Springers Leisure Centre in Cheltenham, Melbourne, Australia, 31 December 2020. Three new locally acquired coronavirus cases have been detected in Victoria, breaking the state's two-month clean streak.  EPA-EFE/JAMES ROSS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Fyrsta samfélagssmit sem greinst hefur á Nýja Sjálandi í meira en tvo mánuði er afbrigði sem kennt er við Suður-Afríku. Chris Hipkins, heilbrigðisráðherra landsins, greindi frá þessu í morgun.

Kona á sextugsaldri greindist þar með kórónuveiruna í fyrradag, tíu dögum eftir að hafa lokið hálfs mánaðar sóttkví eftir komuna til landsins frá Evrópu. Talið er að hún hafi smitast af smitast af annarri manneskju í sóttkvínni, tveimur dögum áður en hún sjálf losnaði þaðan.

Stjórnvöld í Ástralíu hafa lýst yfir áhyggjum af málinu og hafa tímabundið skyldað alla þá sem koma frá Nýja-Sjálandi að fara í hálfs mánaðar sóttkví, en slakað hafði verið á reglum um ferðalög milli landanna vegna fárra smita.