Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Olíuskip færð til hafnar í Indónesíu

25.01.2021 - 08:54
Erlent · Asía · Indónesía · Íran · Panama
epa08963468 A handout photo made available by the Indonesian Maritime Security Agency (BAKAMLA) shows Panama flagged MT Frea (R) and Iran flagged MT Horse tankers anchored together in the Pontianak waters off the coast of Borneo island, Indonesia, 24 January 2021 (issued on 25 January 2021). Indonesian authorities seized the two tankers suspected to be used for illegal oil transfer.  EPA-EFE/INDONESIAN MARITIME SECURITY AGENCY/ HANDOUT HANDOUT, EDITORIAL USE ONLY, NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Olíuskipin undan strönd Borneó í gær. Mynd: EPA-EFE - INDONESIAN MARITIME SECURITY AGE
Strandgæslan í Indónesíu hefur fært til hafnar tvö olíuskip sem staðin voru að verki við að dæla olíu úr öðru skipinu yfir í hitt. Yfir sextíu skipverjar eru í haldi.

Að sögn indónesískra yfirvalda siglir annað skipið undir fána Írans, en hitt undir fána Panama. Sést hefði til þeirra í fyrradag undan Borneó þar sem verið var að dæla olíu úr íranska skipinu yfir í hitt.

Hvorugt skipanna hefði svarað kalli og bæði verið með slökkt á fjarskipta- og staðsetningarbúnaði. Skipin gætu bæði borið sem svaraði tveimur milljónum tunna af olíu og hefði íranska skipið verið með nær fulla geyma, en hitt nær tómt.

Stjórnvöld í Teheran hafa ekki tjáð sig um málið, en Íranar hafa ítrekað verið sakaðir um að selja olíu til annarra landa í trássi við bann og refsiaðgerðir Bandaríkjamanna.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV