Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Minni eldsneytissala rakin til fækkunar ferðamanna

25.01.2021 - 13:00
Mynd með færslu
 Mynd: andreas160578 - Pixabay
Eldsneytissala seinustu þrjá mánuði ársins 2020 var 9,6 prósent minni en á fjórða ársfjórðungi ársins 2019. Fækkun ferðamanna á vegum landsins hefur mest áhrif á þann samdrátt.

Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem birtar eru á vef Hagstofu Íslands. Magn eldsneytis sem greitt var fyrir með erlendum greiðslukortum var ellefu sinnum meira árið 2019 en 2020 en samdráttur kaupa með íslenskum greiðslukortum var um 1,5 prósent.

Samdrátturinn er því að stærstum hluta rakinn til fækkunar ferðamanna og ályktað að ferðalög Íslendinga um vegakerfi landsins hafi verið sambærileg á síðasta ársfjórðungi beggja áranna.